Læknahúsið Lífsteinn, Álftamýri 1-5, 108 Reykjavík


  Hafa samband: : viðtalsbeiðnir í síma: 530 8300 og 895 8197

Ómskoðun er sársaukalaus

Forómun æðahnúta er lykilatriðið til að vel takist til. Í okkar hópi er sérfræðingur í geislagreiningu (röntgen, ómun og segulómun) sem greinir hvaðan æðahnútar koma og þá er auðvelt að velja rétta aðgerðarformið og klára dæmið í eitt skipti fyrir öll (nánast án undantekninga).

Nákvæm ÓMKORTUN ER NAUÐSYNLEG til að tryggja árangur aðgerðar. Fyrir aðgerðina þarf sjúklingur því að gangast undir nákvæma ómun með flæðismælingu til að staðsetja bakflæðið, sem veldur sjáanlegum æðahnútum. Einnig er mikilvægt að greina bakflæði, sem hefur enn ekki valdið æðahnútum, en mun sennilega gera það síðar.

Skoða þarf stofnæðarnar sem koma frá nára og hnésbót. Einnig er hluti djúpbláæða skoðaður m.t.t. bakflæðis í þeim hluta bláæðakerfisins.


Flæðismynd af mótum djúp- og yfirborðsæðar með bakflæði.

Einnig er nauðsynlegt að greina TENGIÆÐAR (PERFORANTA), sem tengja saman djúpa- og yfirborðsbláæðakerfið. Þeir eru OFT orsök æðahnúta og iðulega ástæða húðskemmda og sára. Tengiæðar eru algengastar á fótleggnum en koma einnig fyrir á læri.


Litadoppler sýnir bakflæði úr djúpri bláæð yfir í stóru yfirborðsæðina innanfótar á læri.

Til að finna ónýtar tengiæðar (perforanta) þarf mikla þjálfun í ómskoðun, sem er vart á færi annarra en sérfræðinga í myndgreiningu, sem hafa helgað sig þessari greiningu.

Frá upphafi hafa skurðstofurnar í Álftamýri haft í sínu liði sérfræðing í læknisfræðilegri myndgreiningu sem hefur sérhæft sig í æðaómun. Hann kortleggur heildarbakflæði bláæða í ganglim fyrir aðgerð af mikilli nákvæmni. Ómsérfræðingur er Pálmar Hallgrímsson.


Skemmdar lokur í stóru yfirborðsæð á læri.

Ómskoðunin er sársaukalaus og hægt er að snúa beint til fyrri iðju eftir skoðun. Sjúklingur er látinn framkvæma vissar öndunaræfingar til að meta blóðflæði. Æskilegt að sjúklingur sé fastandi í 4 tíma fyrir rannsóknina. Stundum eru tengiæðar merktar með tússi á húð fyrir aðgerð og auðveldar það skurðlækni staðsetningu þeirra.

Hlaða niður, prenta og fylla út beiðni um ómskoðun á PDF-formi.