Læknahúsið Lífsteinn, Álftamýri 1-5, 108 Reykjavík


  Hafa samband: : viðtalsbeiðnir í síma: 530 8300 og 895 8197

Aðgerðarform kviðslita

Kviðslit gerist við rof á kviðvegg.

Margar tegundir, en nárakviðslit eru lang algengust.

Þau eru flokkuð í 3 tegundir eftir hver ástæðan er.

Ilioinguinal direct eða indirect (stundum bæð, þá kallað Pantaloon Hernia) og síðan femoral hernia, sem er sjaldgæf.

Indirect hernia fer um göng sem oftast lokast nánast á fósturskeiði, en ef ekki þá er mögulegt að garnir komist þar inn.

Direct hernia fer beint í gegnum kviðvegginn.

Indirect hernia er hættulegri, sérstaklega hjá yngri einstaklingum, því garnir geta fest sig og jafnvel snúið upp á sig og þá getur verið hætta á drepi í görn.

Við direct herniu er þetta ólíklegt vegna þess hversu op slitsins er gleitt.

Áreynsla á kviðvegg auka líkur á kviðsliti t.d. áreynsla við að lyfta, reykingar, hósti og hægðatregða osfrv., Þessir þættir geta gert útslagið hvort hernia myndist (gúll á kviðvegg).

Viðgerðir á kviðslitum fara eftir tegund og ástandi sjúklings vegna annara kvilla.

Árangur er oftast góður, en vanir skurðlæknar fá þó endurhaulun í 1-3 % tilfella.

Sjúklingur þarf að taka því rólega um sinn í 5 til 10 daga.

Með kviðsjártækni er sjúklingur oftast með minni verki fyrstu 3-5 dagana, (en verður að fara sér varlega í 2 vikur í viðbót). t.d. má ekki lyfta neinu þungu osfrv. og þessi aðgerð (Laproskopic) aðgerð krefst svæfingar.

Aðgerðarform

  1. Stundum (einkum yngri einstaklingar) er næganlegt að fría upp lifhimnupokann, sem fer inn í áðurnefnd göng (processus vaginalis) og hnýta fyrir, þannig að garnir komist ekki inn í ganginn.
  2. Að sauma saman bandvef náragólfsins án nets t.d. Bassini eða Shouldice form.
  3. (algengast) að nota net sem fest er ( heft eða saumað) yfir veikleikann-rofið í kviðveggnum-gólfinu. (Þetta er Lichtenstein aðferðin. – vegna netsins er nánast um toglausa viðgerð að ræða)
  4. Laparoscopiskt aðgerð (um kviðsjá-laparoscopic).
  5. Aðrar aðferðir eru miklu sjaldgæfari.

Búið að hefta net yfir veikleikann (kviðslitið) innanfrá
þ.e laparoscopisk aðgerð

Deyfing – slæving – svæfing

Í opnum hernium er hægt að nota staðdeyfingu,  slævingu , eða svæfingu .

Með slævingu eða staðdeyfingu er sjúklingur vakandi á meðan aðgerð stendur. Ekki ef við á um svæfingu.

Ef um kviðsjár-aðgerð er að ræða, þá þarf alltaf svæfingu.

Við forskoðun og greiningu er hægt að ákveða aðgerðarform og aðgerðardag þannig að sjúklingur þarf ef ekki að bíða lengur en 2 vikiur ef þess er óskað.

Kviðslit séð utanfrá

Kviðslit séð innanfrá (lífhimnan hefur verið losuð frá og sést inní kviðslitið og veikleikinn í kviðvegg greinilegur)