Læknahúsið Lífsteinn, Álftamýri 1-5, 108 Reykjavík


  Hafa samband: : viðtalsbeiðnir í síma: 530 8300 og 895 8197

SCLEROTHERAPY – æðaslit

Þessi aðferð er notuð bæði við æðahnúta og háræðaslit‐spiderveins etc.

Spurning er hvort þessi æðaslit séu af sömu orsökum og eginlegir æðahnútar, sem eru undir húð (ekki í húðinni) oftast mun gildari (2,5mm‐>3 cm), reflux upphafsstaður greinist við góða ómskoðun og þeirri æð (þ.e bakflæðinu) lokað með litlum líkum á frekari æðahnútum þaðan.

Stöku sinnum (sjaldan) greinist æð (tengiæð) neðar sem gæti valdið þessu og þá ber að loka (króka) henna í von um að æðaslitin hverfi. Gerist stundum, en ekki alltaf.

Oft er sprautað ertandi efni (sambærileg við hreinsiefni á heimilum) í þessar pínulitlu æðabreytingar oftast undir einn mm á vídd og urmull af þeim á sama stað. Fibrovein (sodium tetradectyl sulphate) er eitt af þessum efnum.

Árangurinn er misjafn (oftast er hann langt undir væntingum sjúklings), oftast er ekki hægt að loka öllum títlunum og þótt verði skarri, þá samt svipuð og við upphaf sprautumeðferðinnar, en oft frá væntingum sjúklings.

Ef sprautað er í gegnum þessar smáæðar (sem gerist eðlilega af og til) þá getur myndast óafturkræf húðbreyting og jafnvel sár.

Það er skiljanlegt að sjúlingar vilji láta laga þessi lýti, þótt oftast séu þau ekki hættuleg, en væntingar virðast vera miklar, sem leiðir til að sjúklingar verða ósáttir. Þess vegna er oft mælt með ómskoðun fyrst til að kanna hvort grunnæð (með bakfl.) sjáist. Ef ekki sést tengiæð og þá nota nákvæman húðlaser, sem virkar oft og hefur enga áhættu.

Ef þessi 2 atriði skila ekki árangri kemur til greina að breyta sprautumeðferð á eitt staðbundið svæði ef sjúklingur gerir sér grein að árangurinn geti verið lítill.

Foam‐sclerotherapy er þegar þessum efnum er blandað við loft og talið að æðaveggurinn leggist betur saman (lokist) þegar loftið hindrar blóðstreymi í títlunni á meðan efninu er sprautað inn og þannig nái sclerosant efnið betri tengsl við æðavegginn og þá meiri líkur á lokun.