Læknahúsið Lífsteinn, Álftamýri 1-5, 108 Reykjavík


  Hafa samband: : viðtalsbeiðnir í síma: 530 8300 og 895 8197

Um æðahnúta

Æðahnútar eru víkkaðar, útbólgnar og hlykkjóttar yfirborðsbláæðar á ganglimum.

Myndun æðahnúta er bakflæði.

Bakflæði verður til þegar blóðið (eða aðrir líkamsvökvar t.d. magainnihald sem fer upp í vélinda og veldur brjóstsviða) í yfirborðsæðum lendir á móti háþrýstara blóði í djúpa kerfi bláæðablóðs.

Í eðlilegu ástandi þá eru stærri yfirborðsæðar ( STOFNÆÐAR) með einstefnuaksturslokum þannig að blóðið kemst bara upp í móti (í átt að hjarta-lungum).

Þannig getur háþrýstara blóð ekki komist inn í yfirborðsæðar og valdið þar bakflæði sem belgir, hlykkar og jafnvel stoðvar blóðflæðið í yfirborðsæðum.

Æðahnútar eru þannig ekki sjúkdómur, sem stendur í stað eða lagast (ekkert frekar en þakleki á húsi, sem ekkert er gert við).

Einstefnuaksturslokurnar eru bilaðar og þegar æðarnar tútna út eykst bakflæðið um þær og þrýstingurinn í yfirborðsæðum eykst og hraðar sjúkdóminum þ.e. með vaxandi einkennum og hættulegum fylgikvillum.

Þær æðar sem tengjast djúpa kerfinu eru STOFNÆÐAR og tengiæðar.

Ef ástandið er eðlilegt myndast ekki yfirþrýstingur niður í gangliminn þegar bláæablóðinu er skilað inn í djúpa kerfið (sem ber blóðið til lungna, svo það geti tekið upp súrefni) .

Þannig gildir (lang oftast) æðahnútar myndast vegna LEKA í STOFNÆÐUM.

STOFNÆÐAR eru

  1. VSM( Vena Saphena Magna) sem tengist djúpa kerfinu í nára.
  1. VSP sem tengist djúpa kerfinu í hnéspót.
  1. TENGIÆÐAR (PERFORATORS) sem geta tengst djúpa kerfinu víða, en oftast innanvert á legg (rétt ofan við malleolus medialis (stóra kúlubeinið sem myndar innanverðan ökklaliðinn).

Ef LOKUR eru bilaðar í þessum stofnæðum myndast BAKFLÆÐI niður í þessar æðar sem og minni æðar sem eru afleiðuæðar þeirra.

Bakflæðið myndar æðahnútana.

Með tímanum verður bakflæðið meira og meira (eins og dæmið um þaklekann) og fer að valda erfiðum einkennum og jafnvel hættulegum afleiðingum s.s. verkjum, þreytu, miklum kláða, fótaóeirð, litarbreytingu og þynningu húðar, sárum á húð (sem verða oft krónisk-síendurtekin), sýkingum (cellulitis), og blóðtöppum (frá perforöntum yfir í djúpakerfið) sem geta skemmt djúpa kerfið (eyðilaggt lokur þar , sem hækkar líkur á sárumá húð og blóðtappummyndun).

Blóðtappar geta losnað og rekið til lungna.

Blóðtappar í lungum eru hættulegir, jafnvel banvænir.

Fyrir aðgerð er NAUÐSYNLEGT að greina ALLT bakflæði nákvæmlega (staðsetningu og magn bakflæðis þ.e.a.s yfirþrýsting) og þá í ÖLLUM æðunum sem geta valdið lekanum (sbr. Skoða leka þakið í regni frekar en í þurrki).

Æðarnar eru Djúpa æðin (VF), VSM ,VSP OG TENGIÆÐAR.

Fullkomnar upplýsingar (þ.e. NÁKVÆM ómun) eru nauðsynlegur fyrir LANGTÍMAÁRANGUR ÆÐAHNÚTAINNGRIPS (aðgerðar).

BEST er að hafa sérfræðing (Röntgenlækni) í æðaómgreiningu.

Ómskoðunin er AÐALATRIÐIÐ. Innæðaaðgerð og krókun getur verið framkvæmdar af röngtgenlæknum, skurðlæknum og húðlæknum.