Læknahúsið Lífsteinn, Álftamýri 1-5, 108 Reykjavík


  Hafa samband: : viðtalsbeiðnir í síma: 530 8300 og 895 8197

Um æðahnútaaðgerðir

Lykillinn að LANGTÍMA árangri æðahnútaaðgerðar er nákvæm   ÓMUN fyrir aðgerð (FORÓMUN) ómunin er algjört aðalatriðið (svipað og GPS staðsetningartæki í fjallgöngu, til að villast ekki af leið).

Góð ómun, helst af sérfræðingi í geislagreiningu (röntgenlækni), sem hefur mikla reynslu og menntun í æðaómunum, er vandasami parturinn af nútíma aðgerðarformun, sem oftast (ekki alltaf) er hægt að beita.

Þessar aðgerðir (sjá kaflann AÐGERÐARFORM) eru s.k. INNÆÐAAÐGERÐIR þar sem þræði er rennt ÓMSTÝRT inn í þá stofnæð (sjá Um Æðahnúta) sem er með bakflæði (reflux). Oftast VSM, VSP sjaldnar.  Lekir perforantar oftar krókaðir eða límdir.

Þræðinum (LASER eða ÖRBYLGJU-þræði (sjá kaflann AÐGERÐARFORM) er rennt upp að (eða nánast upp að) mótum stofnæðar og djúpbláæðar. 3 nálastungur þar sem (aftur ómstýrt) er gefin þandeyfing (sem er sambland af kælivökva og staðdeyfilyfi).

Þá er aftur tryggt að þráðurinn, sem á að hita sé á réttum stað (hafi ekki riðlast við þandeyfinguna).

Þá er þráðurinn hitaður að ca 100 gráðum og dreginn. Þessi hiti skemmir innþel æðanna þannig að þær lokast, breytast í örvefsþráð og þannig verður ekkert bakflæði (né neitt annað flæði) í gegnum æðina.

Við Laser sér maður suðukúlurnar (eða “bubblur”) í byrjun þegar þráðurinn er dreginn niður frá gildasta hluta stofnæðar.

Þannig er hér um glóðun=suðu að ræða (ekki brennslu).

Þannig varð til íslenska orðið GLÓMUN um ómstyrða glóðun-suðu og þannig þessi ferill nú nefndur GLÓMUN, sem segir nákvæmlega hvað gert er.

Þetta skiptir miklu máli, því hærra hitastig (brennsla) myndi hita upp nærliggjandi taugar meira og þannig gert brennslutilfinningu eftir aðgerð algengar, langvinnari og meiri hætta á brunaskemmdum í húð.

Stundum er glómun þó kölluð brennsla.

Síðan er stundum notaðar s.k. heklunálar til að ná greinilegum æðahnútum (sem mynduðust við bakflæði, sem nú er hamið, en æðin svo stór að hún sést) og afleiðuæðum og tengiæðum (preforöntum), sem hafa valdið verkjum, myndað æðahnúta eða tengjast leka í djúpu bláæðinni, sem liggur dýpra en yfirborðsæðarnar.

 

Þá kemur að ÓMLÍMUN, sem líklega verður framtíðin í æðahnútaaðgerðum (sjá kaflann um aðgerðarform).

Þar gildir eins og alltaf að ÓMUN FYRIR AÐGERÐ ER LYKILLINN að langtímaárangri.

Í stað hitunar er stofnæðin fyllt Saphenon -Lími sem skemmir innþelið og lokar æðinni.

Þetta veldur engum sársauka, þarf enga þandeyfingu, engar umbúðir, engan undirbúning (nema vera fastandi í ca 2klst), engir verkir eftir á og sjúklingur gæti því notað hádegið (eða komið strax eftir vinnu) í aðgerð, keyrt heim og mætt í vinnu daginn eftir.

Oftast er þetta ferli án verkjalyfja.

Fyrir þessar aðgerðir er enginn undirbúningur nema vera fastandi í 2-4 tíma (eftir aðgerðartengund og umfangi).

Öll lyf eins og venjulega, nema minnka eða stöðva blóðþynningarlyf 2-5 dögum áður (fer eftir lyfjategund og umfangi aðgerðar). Byrja síðan aftur með lyfi daginn eftir.

Þetta er ákveðið í viðtali og FOR- ÓMUN (þegar umfangið liggur fyrir).

Sjá frekar hér á síðunni undir AÐGERÐARFORM.

Eins og fram hefur komið er For-Ómun aðalatriðið.

Ýmsar sérgreinar framkvæma þessar aðgerðir, jafn algengt að röntgenlæknar framkvæmi þessar aðgerðir og skurðlæknar (ekki þó á Íslandi, en í USA er algengara að röntgenlæknar (ómlæknar) framkvæmi aðgerðarnar.

Einnig eru húðlæknar komnir á þennan markað, enda er FORÓMUNIN aðalatriðið og aðgerðin sjálf einföld í höndum ofangreindra sérgreina, sem hafa þegar sannað það.

Um tækjakost okkar sjá aðgerðarform.