Læknahúsið Lífsteinn, Álftamýri 1-5, 108 Reykjavík


  Hafa samband: : viðtalsbeiðnir í síma: 530 8300 og 895 8197

Æðahnútar og æðahnútaaðgerðir

Um kostnað, verð, biðtíma og nýjungar sviði æðahnúta og aðgerða þeim tengdum.

 

Orsakir æðahnúta er bakflæði í bláæðum ganglima

 

Meðferðaformin eru mismunandi, en oftast eru notuð innæðainngrip (frekar en að kalla meðferðina skurðaðgerð, sem stundum er þó enn gert nú til dags).

Fyrir stærri æðar (oftast er þá um að ræða  stofnæðarnar VSM, sem liggja innan læris frá nára og niður að ökkla og VSP sem liggur aftan á kálfa frá hnésbót að ökkla og stöku sinnum stærri æðar, sem eru með bakflæði , en tiltölulega beinar (sjá nánar á skurðaðgerðir.is).

Þar eru notaðir teinar (leggir) sem styðjast við LASER eða RF orku til að hita-sjóða innanþel æðarinnar.

Það er kallað GLÓMUN (ómstýrð hitun, ekki brennsla).

Þannig eyðist og nánast hverfur æðin á skömmum tíma og flytur því ekki blóð framar, enda orðin strengur frekar en hol æð.

Þetta fyrirbæri er kallað glómun þ.e. suða frekar en brennsla, sem þó er stundum notað yfir þessa aðferð.

Minni og hlykkjóttari æðahnútar eru krókaðir út (gert með litlum heklunálum).

Þá er gert húðgat  oftast um 1 mm að lengd, sem oftast er hægt að loka með þunnum plástri.

Sjúklingur getur verið staðdeyfður, slævður eða  farið í svæfingu.

 

Kostnaður hjá okkur Skuðaðgerðir.is (Álftamýri 1-5 RVK) er eftirfarandi

Aðgerð,  aðkoma svæfingalæknis, nákvæm forómun,

laser (eða RF) leiðari-teinn er að hámarki 25,100 kr (hvort heldur sem gerðir eru annar eða báðir ganglimir).

Stofukostnaður fyrir og eftir aðgerð er innan við 12.000 kr.

Ef sjúklingur er með afsláttarkort-réttindi lækkar kostnaðurinn.

 

Þannig gildir að lágmarkið getur verið 0.00 kr. og upp í hámark 37.000 kr. fyrir allt ofangreint.

Innifalið er aðgerð, aðkoma svæfingalæknis, vinna hjúkrunarfræðinga,

LASER-teinn, stofuheimsóknir fyrir og eftir aðgerð og NÁKVÆM FORÓMUN.

 

FORÓMUN SKIPTIR MESTU UM VARANLEGAN ÁRANGUR ÆÐAHNÚTAAÐGERÐA

 

Biðtími er aldrei meiri en 20 dagar, sem tryggir að ekki hrannast  upp biðlistar. Bætt er við aðgerðardögum ef þess er þörf innan 20 daga sé þess óskað.

 

Þegar (oftast) hægt er að beita LASER eða RF (virka nánast eins), verður inngripið (aðgerðin) mun einfaldari og léttari fyrir sjúklinginn og SÖMULEIÐIS fyrir lækninn.

Ástæðan er sú að aðeins er sett eitt eða tvö göt í húðina (hvern ganglim) sem verða ca 2mm stór.

Glómunarleggnum (LASER eða RF) er rennt upp ÓMSTÝRT að mótum   djúpu æðarinnar SVM eða SVP (til að stoppa bakflæði frá þeim).

Síðan er glómurnarleggurinn dregin til baka á tímasettum hraða sem generatorinn tilkynnir um með hljóðmerki.

Þannig gera ýmsar sérgreinar þetta inngrip núorðið á stöðum eða í löndum þar sem þessar aðgerðar hófust.

Í USA  (og sums staðar í Evrópu t.d. Þýskalandi) eru þessi inngrip í höndum röntgenlækna, skurðlækna (almennra skurðlækna, æðaskurðlækna eða hjartaskurðlækna), húðlækna og heimilislækna.

 

Ef forómunin er rétt er ekki hægt að sjá mun á árangri  inngripsins eftir því hvaða sérgrein lagði inn æðalegginn og dró hann út.

 

Á döfinni er að byrja á ómlímun sem er inngrip (aðgerð) og einfaldari,

krefst engrar þandeyfingar, heldur er lagður æðaleggur og í gegnum hann þráður sem sprautar lími inn í stofnæðar og þannig skemmist innanþelið.

Sjúklingar munu þá getað komið í lok vinnudags og farið aftur til vinnu næsta morgun.

Þetta þarf að gera með ómtækni til að pressa niður efri enda æðar, svo lím fari ekki ofar.

 

Nákvæmari skýringar má finna á heimasíðunni

skurðaðgerðir.is (skurdadgerdir.is)

 

Tímapantanir 530 8300

eða 895 8197