Læknahúsið Lífsteinn, Álftamýri 1-5, 108 Reykjavík


  Hafa samband: : viðtalsbeiðnir í síma: 530 8300 og 895 8197

LASER (Radiofrequency) glómun

Þessi aðgerðarform eru eins ( nánast eins) þ.e. að með ómstýringu er Laser (≈ radiofrequency) þráður settur inn í æðina (GSV eða LSV ) og undir ómstýringu færðir upp æðina og stoppað 1‐2 cm frá þar sem GSV kemur frá femoral bláæðinni (eða LSV að popliteal v.). Í æðahnúta aðgerðum (jafnt um öll form) skiptir mestu að hafa frábæran ómlækni með mikla reynslu af greiningaraðgerðum vegna bláæðasjúkdóma.

Við notum ómtækin: DRE Crystal 4P Color Doppler Ultrasound (US) System 2,
 Logiq 500 Ultrasound, Siemens Acuson Sequoia Systems US
512 LCD LASER – Ceralis E (1470nM)
RF generator frá VNUS-Coviden (Medtronic).

Hérna má sjá Laser Glómun framkvæmda
Hérna má sjá RF (örbylgju Glómun) framkvæmda
 

Þótt þetta sé frábær tækjakostur skiptir ómlæknirinn mestu um hversu vel tekst til varðandi langtíma árangur.

Í þessum tilfellum er æðin hituð (þeas glóðuð í rúmlega 100C) til að INNÞELIÐ=endothel brennist –skemmist og æðaveggurinn lokast(ss leggst saman og lokar æðinni).

Í báðum tilfellum þarf að draga þráðinn til baka á réttum hraða til að tryggja að nægileg erting hafi átt sér stað til að loka æðinni og ekki of mikil erting – hiti til að forðast vefja bruna (=ofhitun).


Örin bendir á enda laserþráðarins.

Til að sporna við ofhitun vefja utan æðar og að staðdeyfingu verði við komið er notuð ÞANDEYFING (sem hefur löngu sannað gildi sitt t.d. við fitusog).

Þá er (ómstýrt) sett inn nál í vefjahulstrið og dælt (pumpað) inn köldu saltvatni með staðdeyfiefni (Xylocaine) í kringum æðina. Þetta krefst 3‐5 nálastungum til að öll lengd æðarinnar fái kælingu og deyfingu.

Síðan þarf einnig að bæta við krókun á stórum tengiæðun og perforöntum eins og við klassísku aðgerðaformin, en þó í minna mælii þar sem glóþræðirnir (laser og RF) eru sveigjanlegri og stýrt undir ómsýni (öfugt við stífari plastteininn í stripping).

Við reflux í kálfa stofnæð (SSV) er glómun mun betri en eldri aðferðir. Minni hætta á taugaskaða, ekki skurður, enda öfugt við náraskurð, sem alltaf hverfur og gefur síðar engin einkenni, er alltaf vel sjáanlegt ör, sem stundum veldur óþægindum.


Anatomia bláæðakerfis í ganglimum

Kostir ‐ viðbótaupplýsingar
Ekki þörf á náraskurði.
Ef æðin hefur verið fjarlægð í fyrri aðgerð (aðgerðum) er stundum ekki hægt að nota LASER, heldur krókun eða miniskurð eftir nákvæma ómun, sem greinir hvaðan hið nýtilkomna bakflæði á upptök sín.
Hins vegar ef bakflæði er í SSV (aftan á kálfa, frá hnésbót) er engin spurning að LASER (eða RF) þ.e innæðaaðgerð er langtum betri.


Ekkert ör (í opinni aðgerð sést örið alltaf og getur gefið enkenni), við leit að æðinni geta taugar orðið fyrir hnjaski sem getur verið óafturkræft (oftast brunatilfinning sem lagast ekki).

Þá sjaldan, sem innæðaaðgerðarformin hita hliðaræða, hverfur þessi tilfinning lang oftast.
Þráðurinn er ekki niðurgreiddur af S.Í enn þá.