Læknahúsið Lífsteinn, Álftamýri 1-5, 108 Reykjavík


  Hafa samband: : viðtalsbeiðnir í síma: 530 8300 og 895 8197

Af hverju fæ ég æðahnúta?

Bláæðar flytja blóð til hjartans. Þær skiptast í yfirborðsæðar og djúpar bláæðar. Yfirborðsæðar flytja um 10% af blóðflæði frá ganglimum en djúpæðar um 90%. Yfirborðsæðar má fjarlægja ef þurfa þykir án teljandi áhrifa á blóðflæði.

Orsakir æðahnúta:
Bakflæði í bláæðum er aðalorsök þess að æðahnútar myndast. Orsakir bakflæðisins í yfirborðsbláæðum ganglima eru gallaðar æðalokur.


Bakflæði, skemmdar lokur

Þær valda auknum þrýstingi í yfirborðsbláæðum, sem smám saman láta undan, belgjast út og hlykkjast og mynda þannig æðahnúta.

Perforatar, tengiæðar

Æðahnútar eru oft arfgengur sjúkdómur sem ágerist með aldri. Þeir eru algengastir á ganglimum. Offita og langvarandi stöður auka líkur á æðahnútum. Þeir eru algengari hjá konum (versna oft á meðgöngu) en körlum.

ÆÐAHNÚTAR er alvarlegur sjúkdómur, sem getur haft slæmar afleiðingar, t.d. húðskemmdir (óafturkræfar litarbreytingar, krónisk sár, exem), blóðtappamyndun , bjúgmyndun, kláða og þyngslaverki.


Blóðtappi i djúpa kerfinu, sem gæti losnað og farið til lungna.

Til að æðahnútaaðgerð skili viðunandi árangri er nauðsynlegt að æðaómunin greini bakflæði í stofnæðum og EINNIG hvort bakflæði sé í TENGIÆÐUM.

TENGIÆÐAR (perforators) tengja saman yfirborðskerfið og djúpa kerfið (eins og stofnæðar gera líka). Bakflæði í TENGIÆÐUM leiðir til æðahnúta (á sama hátt og stofnæðar gera).

Algengast er að tengiæðar séu neðan hnés og oftast á bilinu 5-15 cm. fyrir ofan ökkla. Á þessu bili er húðin þynnst og minnst varin fyrir húðbreytingum, sem bláæðaþrýstingur getur valdið. Fyrst myndast kláði, svo útbrot (dermatitis-eczema) og að endingu djúp, illgræðanleg sár.